Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mán 06. desember 2021 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Freyr: Hefur blundað í mér að flytja út á land
,,Það er samt desember
Alex Freyr
Alex Freyr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson gekk í raðir ÍBV á dögunum frá KR. Alex er fyrsti leikmaðurinn sem ÍBV krækir í eftir að síðasta tímabili lauk. Fótbolti.net ræddi við Alex í dag og spurði hann út í félagaskiptin.

„Mér líst mjög vel á þetta, spennandi að fara aðeins út á land fyrir mig og spennandi að koma í þetta lið. Ég held að við verðum með hörkulið í sumar miðað við metnaðinn," sagði Alex.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

„Ég átti eitt ár eftir af samningi hjá KR og við vorum búnir að ræða að þetta gæti komið upp og það gerði það. Ég kem til með að flytja til Eyja um leið og það er búið að græja íbúð. Að flytja út á land hefur blundað í mér í smá tíma og konan vill fara út á land líka svo það smellur vel."

Alex gekk í raðir KR frá Víkingi fyrir tímabilið 2019 og spilaði sjö leiki það tímabilið, níu leiki árið 2020 og níu leiki í sumar áður en hann fór á láni til Kórdrengja. Meiðsli hafa sett sitt strik í reikninginn hjá miðjumanninum.

„Skrokkurinn er mjög góður, þessir leikir sem ég fékk í sumar sönnuðu það fyrir mér og hafa bætt ofan á það að ég sé í góðu standi. Það er samt desember, ég er ekki „fully fit" en er mjög góður í skrokknum."

Hvernig líst þér á að vinna með Hermanni Hreiðarssyni?

„Mér líst mjög vel á það, það eru læti og hann er klár í þessu. Hann hefur nokkur ár undir beltinu í bransanum og ég hlakka til að læra af honum."

Alex ræddi um Kórdrengi, KR og aðeins um Víking í vellinum. Þá ræddi hann um leikmenn sem sannfærðu hann um að koma í ÍBV.
Athugasemdir
banner