Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   mán 06. desember 2021 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Freyr: Hefur blundað í mér að flytja út á land
,,Það er samt desember
Alex Freyr
Alex Freyr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson gekk í raðir ÍBV á dögunum frá KR. Alex er fyrsti leikmaðurinn sem ÍBV krækir í eftir að síðasta tímabili lauk. Fótbolti.net ræddi við Alex í dag og spurði hann út í félagaskiptin.

„Mér líst mjög vel á þetta, spennandi að fara aðeins út á land fyrir mig og spennandi að koma í þetta lið. Ég held að við verðum með hörkulið í sumar miðað við metnaðinn," sagði Alex.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

„Ég átti eitt ár eftir af samningi hjá KR og við vorum búnir að ræða að þetta gæti komið upp og það gerði það. Ég kem til með að flytja til Eyja um leið og það er búið að græja íbúð. Að flytja út á land hefur blundað í mér í smá tíma og konan vill fara út á land líka svo það smellur vel."

Alex gekk í raðir KR frá Víkingi fyrir tímabilið 2019 og spilaði sjö leiki það tímabilið, níu leiki árið 2020 og níu leiki í sumar áður en hann fór á láni til Kórdrengja. Meiðsli hafa sett sitt strik í reikninginn hjá miðjumanninum.

„Skrokkurinn er mjög góður, þessir leikir sem ég fékk í sumar sönnuðu það fyrir mér og hafa bætt ofan á það að ég sé í góðu standi. Það er samt desember, ég er ekki „fully fit" en er mjög góður í skrokknum."

Hvernig líst þér á að vinna með Hermanni Hreiðarssyni?

„Mér líst mjög vel á það, það eru læti og hann er klár í þessu. Hann hefur nokkur ár undir beltinu í bransanum og ég hlakka til að læra af honum."

Alex ræddi um Kórdrengi, KR og aðeins um Víking í vellinum. Þá ræddi hann um leikmenn sem sannfærðu hann um að koma í ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner