Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   mán 06. desember 2021 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Freyr: Hefur blundað í mér að flytja út á land
,,Það er samt desember
Alex Freyr
Alex Freyr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson gekk í raðir ÍBV á dögunum frá KR. Alex er fyrsti leikmaðurinn sem ÍBV krækir í eftir að síðasta tímabili lauk. Fótbolti.net ræddi við Alex í dag og spurði hann út í félagaskiptin.

„Mér líst mjög vel á þetta, spennandi að fara aðeins út á land fyrir mig og spennandi að koma í þetta lið. Ég held að við verðum með hörkulið í sumar miðað við metnaðinn," sagði Alex.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

„Ég átti eitt ár eftir af samningi hjá KR og við vorum búnir að ræða að þetta gæti komið upp og það gerði það. Ég kem til með að flytja til Eyja um leið og það er búið að græja íbúð. Að flytja út á land hefur blundað í mér í smá tíma og konan vill fara út á land líka svo það smellur vel."

Alex gekk í raðir KR frá Víkingi fyrir tímabilið 2019 og spilaði sjö leiki það tímabilið, níu leiki árið 2020 og níu leiki í sumar áður en hann fór á láni til Kórdrengja. Meiðsli hafa sett sitt strik í reikninginn hjá miðjumanninum.

„Skrokkurinn er mjög góður, þessir leikir sem ég fékk í sumar sönnuðu það fyrir mér og hafa bætt ofan á það að ég sé í góðu standi. Það er samt desember, ég er ekki „fully fit" en er mjög góður í skrokknum."

Hvernig líst þér á að vinna með Hermanni Hreiðarssyni?

„Mér líst mjög vel á það, það eru læti og hann er klár í þessu. Hann hefur nokkur ár undir beltinu í bransanum og ég hlakka til að læra af honum."

Alex ræddi um Kórdrengi, KR og aðeins um Víking í vellinum. Þá ræddi hann um leikmenn sem sannfærðu hann um að koma í ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner