Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mið 06. desember 2023 21:39
Brynjar Ingi Erluson
England: Góður sigur Liverpool á Bramall Lane - Fulham skoraði fimm gegn Forest
Virgil van Dijk og Dominik Szoboszlai skoruðu mörk Liverpool
Virgil van Dijk og Dominik Szoboszlai skoruðu mörk Liverpool
Mynd: EPA
Pascal Gross skoraði og lagði upp í sigri Brighton
Pascal Gross skoraði og lagði upp í sigri Brighton
Mynd: Getty Images
Raul Jimenez skoraði tvö í sigri Fulham
Raul Jimenez skoraði tvö í sigri Fulham
Mynd: Getty Images
Liverpool vann 2-0 sigur á Sheffield United í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Fulham svaraði þá fyrir tapið gegn Liverpool um helgina með því að kjöldraga Nottingham Forest, 5-0, á Craven Cottage.

Virgil van Dijk skoraði eina mark Liverpool á Bramall Lane, en það gerði hann með góðu skoti eftir hornspyrnu Trent Alexander-Arnold á 37. mínútu.

Fyrri hálfleikurinn var fremur daufur og ekki mörg dauðafæri. Alexis Mac Allister fékk fínasta færi undir lok hálfleiksins til að tvöfalda forystuna en Wes Foderingham varði vel.

Snemma í síðari hálfleiknum kom Mohamed Salah sér í gott færi en Foderingham varði á einhvern ótrúlegan hátt.

Darwin Nunez kom inn af bekknum og skapaði sér gott færi en áfram hélt Foderingham að verja. Það var síðan í uppbótartíma sem Nunez lagði upp annað mark Liverpool fyrir ungverska miðjumanninn Dominik Szoboszlai.

Nunez tapaði boltanum en var fljótur að vinna hann aftur, kom með fyrirgjöfina á fjærstöngina þar sem Szoboszlai var einn og óvaldaður áður en hann setti boltann í netið.

Góður 2-0 sigur Liverpool sem er í öðru sæti deildarinnar með 34 stig, tveimur á eftir Arsenal. Sheffield United er í neðsta sæti með 5 stig.

Fulham vann frábæran 5-0 sigur á Nottingham Forest á Craven Cottage þar sem þeir Alex Iwobi og Raul Jimenez skoruðu báðir tvö mörk.

Tom Cairney gerði fimmta og síðasta mark Fulham fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Sterkur sigur hjá Fulham sem er í 12. sæti með 18 stig en Forest í 16. sæti með 13 stig.

Bournemouth lagði þá Crystal Palace að velli, 2-0, á Selhurst Park. Marco Senesi skoraði eftir hornspyrnu á 25. mínútu.

Jefferson Lerma átti fínasta skot gegn sínum gömlu félögum snemma í síðari en skot hans hafnaði í stöng. Undir lok leiksins gerði Kieffer Moore út um leikinn með góðum skalla eftir fyrirgjöf Phillip Billing og þar við sat.

Bournemouth í 15. sæti með 16 stig, jafnmörg og Palace sem er í sætinu fyrir ofan.

Brighton vann baráttusigur á Brentford, 2-1, á AMEX-leikvanginum í Brighton.

Pascal Gross var besti maður Brighton. Hann jafnaði metin á 31. mínútu, nokkrum mínútum eftir vítaspyrnumark Bryan Mbeumo áður en Gross lagði síðan upp sigurmarkið fyrir hinn 18 ára gamla Jack Hinshelwood á 52. mínútu.

Brighton er í 7. sæti deildarinnar með 25 stig og Brentford í 11. sæti með 19 stig.

Sheffield Utd 0 - 2 Liverpool
0-1 Virgil van Dijk ('37 )
0-2 Dominik Szoboszlai ('90 )

Brighton 2 - 1 Brentford
0-1 Bryan Mbeumo ('27 , víti)
1-1 Pascal Gross ('31 )
2-1 Jack Hinshelwood ('52 )

Fulham 5 - 0 Nott. Forest
1-0 Alex Iwobi ('30 )
2-0 Raul Jimenez ('34 )
3-0 Raul Jimenez ('54 )
4-0 Alex Iwobi ('74 )
5-0 Tom Cairney ('86 )

Crystal Palace 0 - 2 Bournemouth
0-1 Marcos Senesi ('25 )
0-2 Kieffer Moore ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner