Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City segist meðvitað um myndband sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar sést Pep Guardiola, stjóri liðsins, sýna ógnandi hegðun í garð manns á götu í Lundúnum.
Umrætt myndband sýnist að þessi gangandi vegfarandi er með símann á lofti og muldrar einhverjum orðum að Guardiola sem brást illa við.
Samkvæmt Sky er myndbandið tekið eftir úrslitaleikinn í enska bikarnum er Man City tapaði fyrir nágrönnum sínum í Man Utd.
Maðurinn nefndi tapið við Guardiola sem snéri sér við og var klár í að leysa málin með höndunum en annar maður, sem var með Guardiola, og sonur Spánverjans stöðvuðu hann.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
???? Leaked Footage of Pep Guardiola after losing the FA Cup final to Manchester United
— Janty (@CFC_Janty) December 6, 2024
pic.twitter.com/x7qkAdpaT6
Athugasemdir