Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. janúar 2020 18:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sissoko fór í aðgerð - Vonast til að hann snúi aftur í apríl
Moussa Sissoko.
Moussa Sissoko.
Mynd: Getty Images
Moussa Sissoko, miðjumaður Tottenham, fór í dag í aðgerð vegna hnémeiðsla (medial collateral ligament).

Hann verður frá þangað til í apríl vegna meiðslanna.

Hinn þrítugi Sissoko meiddist í 1-0 tapinu gegn Southampton á nýársdag. Franski landsliðsmaðurinn hefur spilað í 20 af 21 deildarleik Tottenham á tímabilinu og skorað tvisvar.

Félagið mun fylgjast með stöðu mála hjá honum og er vonast til þess að hann verði byrjaður að æfa aftur í byrjun apríl.

Þetta er áfall fyrir Tottenham. Sóknarmaðurinn Harry Kane meiddist einnig gegn Southampton og líklega verður hann frá í einhverjar vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner