Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 07. janúar 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney og leikmennirnir missa af leik í FA-bikarnum
Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County, leikmannahópur aðalliðsins og það teymi á bak við hópinn mun missa af leik gegn Chorley í FA-bikarnum um helgina.

Derby er í Championship-deildinni, næst efstu deild enska fótboltans, og Chorley er í sjöttu efstu deild.

Derby lokaði æfingasvæði sínu á Moor Farm eftir að upp kom kórónuveirusmit hjá félaginu. Nokkrir leikmenn og starfsmenn Derby hafa greinst smitaðir.

Aðalliðið er í sóttkví og æfingasvæðið er lokað. Derby vill þrátt fyrir það spila leikinn á laugardag.

Það er ekki búist við að neinn úr aðalliðinu geti tekið þátt í leiknum, en Derby gerir ráð fyrir að leikmenn úr U23 og U18 liðum félagsins taki þess í stað þátt. Darren Wassall, sem er yfir akademíu félagsins, mun þá stýra liðinu.
Athugasemdir
banner