Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 07. janúar 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
Aston Villa getur keypt Coutinho á 33 milljónir punda
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: EPA
Steven Gerrard, stjóri Liverpool.
Steven Gerrard, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Philippe Coutinho var í morgun staðfestur sem leikmaður Aston Villa út tímabilið. Villa er með klásúlu um að geta keypt hann frá Barcelona eftir tímabilið.

„Barcelona var örvæntingarfullt að losa Philippe Coutinho eftir að hafa keypt Ferran Torres frá Manchester City á 55 milljónir punda," segir Phil McNulty, íþróttafréttamaður BBC.

Hann segir að Villa hafi möguleika á því að kaupa Brasilíumanninn á 33 milljónir punda eftir tímabilið. Um sé að ræða möguleika, ekki skyldu.

„Coutinho vildi ferskt upphaf á nýjum stað og tenging hans við Steven Gerrard, stjóra Villa, sem spilaði við hlið hans hjá Liverpool, hjálpaði mikið. Gerrard er enn mikill aðdáandi þrátt fyrir vandamál leikmannsins hjá Barcelona og hann skákaði öðrum félögum sem voru að skoða möguleika á að fá hann."

„Þetta sýnir metnað og ákveðni Aston Villa til að standa við bakið á Gerrard sem tók við af Dean Smith sem var rekinn í nóvember. Villa er tilbúið að leggja mikinn kraft í að sækja leikmenn sem stjórinn telur að gætu ráðið úrslitum seinni hluta tímabils."

„Villa mun borga minna en helminginn af launum Coutinho hjá Barcelona og samkomulagið er ódýrara en þegar Ross Barkley var fenginn á láni frá Chelsea síðasta tímabil," segir McNulty.

„Coutinho hefur verið í skugganum hjá Barcelona en var lykilmaður hjá Liverpool þegar hann spilaði með Gerrard og liðið vann næstum því úrvalsdeildina fyrir átta árum. Að endurnýja samband sitt við sinn fyrrum félag er hentugt fyrir leikmann sem vill endurræsa feril sinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner