Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 07. janúar 2022 09:42
Elvar Geir Magnússon
Coutinho til Aston Villa út tímabilið (Staðfest)
Í samkomulaginu er klásúla um möguleg kaup.
Í samkomulaginu er klásúla um möguleg kaup.
Mynd: Getty Images
Aston Villa er búið að gera samkomulag við Barcelona um að fá Philippe Coutinho lánaðan út tímabilið. Samningar náðust í morgun.

Samkomulagið er með möguleika á því að Villa kaupi Coutinho eftir tímabilið. Brasilíumaðurinn er á leið til Birmingham í læknisskoðun.

„Hann hefur spilað 63 landsleiki fyrir Brasilíu, unnið marga titla og var magnaður hjá Liverpool. Auðvitað skil ég að hann sé orðaður við mörg félög. Ég skil af hverju fótboltaáhugamenn eru að tala um hann. Þú færð ekki gælunafnið 'töframaðurinn' að ástæðulausu. Hann er sérstakur fótboltamaður og ég ber mikla virðingu fyrir honum," sagði Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, um Coutinho á fréttamannafundi í gær

Ferill þessa 29 ára gamla leikmanns hefur ekki alveg verið sá sami eftir að hann gekk til liðs við Barcelona frá Liverpool en spænska félagið hefur leitast eftir því að losa sig við hann síðasta árið eða svo.


Athugasemdir
banner
banner
banner