Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. janúar 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emma Steinsen frá Val í Víking (Staðfest) - Telma Sif framlengir
Emma í leik með Gróttu tímabilið 2020.
Emma í leik með Gróttu tímabilið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Emma Steinsen Jónsdóttir er komin með leikheimild með Víkingi Reykjavík og kemur til félagsins frá uppeldisfélaginu Val.

Emma lék með Gróttu á láni tímabilið 2020, Fylki fyrri hluta síðasta tímabils og svo Gróttu seinni hluta síðasta tímabils.

Emma er átján ára varnarmaður og á að baki sjö leiki fyrir unglingalandsliðin.

Víkingur greindi þá frá því að Telma Sif Búadóttir hefði skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Telma gekk í raðir Víkings árið 2020 og spilaði með liðinu bæði það tímabilið og tímabilið í fyrra. Hún byrjaði sem miðjumaður hjá Víkingi en er nú komin í miðvarðarstöðuna.

Telma, sem fædd er árið 2000, er uppalin í Vesturbænum og spilaði með KR og Gróttu í yngri flokkunum. Í 3. flokki skipti hún yfir í Val og sumarið 2019 skipti hún yfir í ÍR.
Athugasemdir
banner
banner