Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. janúar 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (FH)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sveindís Jane
Sveindís Jane
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Sól
Ásta Sól
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
RB9
RB9
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sunneva Hrönn
Sunneva Hrönn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Brynhildur Brá er leikmaður FH en hefur á sínum ferli einnig leikið með Hetti, Þór/KA, Selfossi og Fylki.

Hún á að baki einn leik með U17 ára landsliðinu og síðasta sumar kom hún við sögu í sjö leikjum með FH. Brynhildur hefur vakið mikla lukku á TikTok og er með yfir tólf milljón 'likes' á miðlinum. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir

Gælunafn: Brynnsa, brylla, bryn bara whatever you like

Aldur: 21

Hjúskaparstaða: föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 13 ára með Hetti

Uppáhalds drykkur: vatnið bara

Uppáhalds matsölustaður: eitthvað með sushi

Hvernig bíl áttu: Toyota aygo eða silfur þruman

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: criminal minds

Uppáhalds tónlistarmaður: Don Toliver

Uppáhalds hlaðvarp: joe rogan bara

Fyndnasti Íslendingurinn: ég eða steindi jr

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “já” ekki merkilegra en það

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ah ekkert sem mér dettur í hug

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sveindís Jane og það var örgl bara á landsliðsæfingu

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ljuba hjálpaði mér slatta á mínum ungu árum fyrir austan

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ásta sól þegar hún var í Haukum😂bjuggum einnig saman á þeim tíma

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Margrét Lára var svona stærsta í fótboltanum annars bara Natalía Gunnlaugs

Sætasti sigurinn: vinna pepsi 2017

Mestu vonbrigðin: tapa á móti Haukum í fyrra og búa svo með Hauka stelpu

Uppáhalds lið í enska: arsenal því miður

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: hana Barbáru sól

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sveindís Jane

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Finnur Huldar Gunnlaugsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ah þær eru svo margar

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Halla Helgadóttir

Uppáhalds staður á Íslandi: costa del egs

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég hljóp á mark stöngina

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: neib

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: var duglega að horfa á world darts championship um jólin

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike phantom GT

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: íslensku

Vandræðalegasta augnablik: örgl þegar ég hljóp á stöngina 😅

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: tæki Sunnevu Hrönn því hún er frekar reasonable, svo tæki ég Esther Rós þar sem ég held hún sé með survival skills og svo tæki rb9 (Rannveig Bjarna) uppá stemminguna

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég hataði fótbolta þegar ég byrjaði fyrst að æfa sem krakki

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Rannveig Bjarna, geggjuð innan sem utan vallar ❤️

Hverju laugstu síðast: sagði við Höllu ég setti í vélina

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: yoyo testið má fara

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: líklegast spyrja Þórólf hvenær hann ætlar í frí
Athugasemdir
banner
banner