Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. janúar 2022 10:39
Elvar Geir Magnússon
Jökull inn í landsliðið í stað Patriks
Icelandair
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik er meiddur.
Patrik er meiddur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ein breyting hefur verið gerð á leikmannahópi landsliðsins fyrir vináttuleikina gegn Úganda og Suður-Kóreu. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er meiddur og í hans stað kemur Jökull Andrésson.

Jökull hefur ekki áður verið í A-landsliðshópnum en á að baki tvo leiki með U21 landsliðinu og hefur jafnframt leikið fyrir U19 og U17 landslið Íslands.

Leikirnir fara báðir fram í Tyrklandi - fyrri leikurinn gegn Úganda 12. janúar og sá seinni gegn Suður-Kóreu 15. janúar.

Jökull er tvítugur og spilar fyrir Morecambe í ensku C-deildinni, á lánssamningi frá Reading. Hann hefur vermt varamannabekkinn hjá Morecambe undanfarna leiki.

Leikmannahópurinn:
Ingvar Jónsson - Víkingur R. - 8 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - IF Elfsborg
Jökull Andrésson - Morecambe

Finnur Tómas Pálmason - IFK Norrköping
Ísak Óli Ólafsson - Esbjerg fB - 1 leikur
Damir Muminovic - Breiðablik
Ari Leifsson - Stromsgodset IF - 1 leikur
Atli Barkarson - Víkingur R.
Guðmundur Þórarinsson - Án félags - 12 leikir
Valgeir Lunddal Friðriksson - Häcken - 1 leikur
Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 7 leikir
Viktor Karl Einarsson - Breiðablik
Valdimar Þór Ingimundarson - Strömsgodset IF
Kristall Máni Ingason - Víkingur R.
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 7 leikir, 1 mark
Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R.
Alex Þór Hauksson - Östers IF - 3 leikir
Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 1 leikur
Arnór Ingvi Traustason - New England Revolution - 41 leikur, 5 mörk
Gísli Eyjólfsson - Breiðablik - 2 leikir
Viðar Ari Jónsson - Sandefjord - 5 leikir
Jón Daði Böðvarsson - Millwall - 60 leikir, 3 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 8 leikir
Brynjólfur Willumsson - Kristiansund BK
Athugasemdir
banner
banner