Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   lau 07. janúar 2023 16:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tveir leikmenn komnir til Chelsea í dag (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Chelsea staðfesti komu Fofana fyrr í dag og hún hefur félagið staðfest önnur kaup.


Um er að ræða hinn 18 ára gamla Andrey Santos en þessi Brasilíumaður kemur til liðsins frá Vasco da Gama í heimalandinu. Fabrizio Romano segir að kaupverðið sé 12.5 milljónir evra.

Hann skoraði 8 mörk í 33 leikjum fyrir brasilíska félagið á síðustu leiktíð þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild á því næsta.

„Þetta er stórt tækifæri fyrir mig. Þetta félag spilar í stórum keppnum eins og Úrvalsdeildinni svo ég er mjög spenntur. Leikmennirnir hérna eru svo góðir og ég er ánægður með að vera kominn hingað," sagði Santos við undirskriftina.


Athugasemdir
banner
banner