Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 07. janúar 2023 18:09
Ívan Guðjón Baldursson
Útilokað að Sommer verði seldur í janúar
Mynd: EPA
Mynd: EPA

FC Bayern er í leit að nýjum markverði og var austurríski landsliðsmarkvörðurinn Yann Sommer efstur á lista hjá þýska stórveldinu.


Hinn 34 ára gamli Sommer verður þó ekki seldur í janúar, Gladbach ætlar að halda honum hjá sér út tímabilið þar til hann getur yfirgefið félagið á frjálsri sölu. 

„Við ætlum ekki að selja Yann Sommer í vetur. Við erum búnir að segja það við Bayern," segir Ronald Virkus, yfirmaður íþróttamála hjá Gladbach.

Talið er að peningurinn sem Bayern myndi greiða fyrir Sommer nægi ekki fyrir Gladbach til að kaupa sér nýjan markvörð.

Gladbach á leiki við Arminia Bielefeld og St. Pauli framundan og ætlar Daniel Farke þjálfari að nota Sommer í þeim leikjum þrátt fyrir áhugann frá Bayern.

„Yann veit hver mín skoðun á þessu er og hann er nægilega reyndur til að láta svona orðróma ekki hafa áhrif á sig. Hann er fagmaður fram í fingurgóma og sýnir það á æfingum á hverjum degi. Ég býst við að hafa hann til taks út tímabilið," sagði Farke, sem er fyrrum knattspyrnustjóri Norwich City.

Bayern er í leit að markverði til að fylla í skarðið fyrir Manuel Neuer sem er meiddur út tímabilið. Varamarkvörðurinn Sven Ulreich hefur ekki nægt traust frá þjálfarateyminu eða stjórnendunum til að taka við keflinu út tímabilið.

Bayern hefur verið orðað við ýmsa markverði, þar á meðal Jonas Omlin hjá Montpellier og Philipp Köhn hjá Salzburg.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner