Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 07. febrúar 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir um Kjartan Henry: Nei
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Esbjerg
Orri Sigurður Ómarsson hefur verið að spila í vinstri bakverðinum hjá Val.
Orri Sigurður Ómarsson hefur verið að spila í vinstri bakverðinum hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason var sterklega orðaður við Íslandsmeistara Vals áður en hann skrifaði undir samning við Esbjerg í Danmörku.

Enn er möguleiki á að hinn 34 ára gamli Kjartan Henry komi til Íslands og spili í Pepsi Max-deildinni næsta sumar en hann sagði í samtali við Fótbolta.net að það þyrfti ansi mikið að hann færi í annað félag en KR, uppeldisfélag sitt.

„Ég var búinn að heyra í klúbbum heima. Ég held að það segi sig sjálft að KR er minn klúbbur á Íslandi og ég var búinn að heyra í þeim. Síðan voru aðrir klúbbar búnir að hafa samband. Það þyrfti ansi mikið til að ég fari í annað lið en KR svo maður sé hreinskilinn. Ég ætti erfitt með að sjá það fyrir mér. Þetta er samt fljótt að breytast og maður hefur verið að reka sig á það í þessum heimi," sagði Kjartan Henry við Fótbolta.net.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var í gær spurður að því hvort sóknarmaðurinn væri á leið á Hlíðarenda og var svar hans einfalt.

„Nei."

Orri Sigurður spilað í vinstri bakverði
Miðvörðurinn Orri Sigurður Ómarsson hefur spilað í vinstri bakverði hjá Val í Reykjavíkurmótinu. Valgeir Lunddal spilaði þá stöðu síðasta sumar hjá Íslandsmeisturunum en hann er farinn út í atvinnumennsku.

„Orri hefur komið inn í þessa stöðu og spilað hana í fimm leikjum í Reykjavíkurmótinu. Hann hefur staðið sig vel og svo höldum við áfram," sagði Heimir.

Færeyingurinn Magnus Egilsson kom til Vals fyrir síðasta tímabil og er samningsbundinn út næsta tímabil. Hann olli miklum vonbrigðum síðasta sumar. Talað var um það í útvarpsþættinum í gær að Valur myndi pottþétt reyna að fá bakvörð fyrir mót.

„Þeir reyndu við Davíð (Örn Atlason) og ætluðu að setja hann í vinstri bakvörðinn," sagði Tómas Þór Þórðarson en Valur hefur einnig verið orðað við Davíð Kristján Ólafsson, bakvörð Álasunds í Noregi.
Heimir Guðjóns: Við erum að skoða markaðinn
Ótímabæra spáin fyrir Pepsi Max - Þrjú efstu ógnarsterk
Athugasemdir
banner
banner