Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. febrúar 2021 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Andri fastur við bekkinn - Immobile hetja Lazio
Andri þarf að sætta sig við mikla bekkjarsetu.
Andri þarf að sætta sig við mikla bekkjarsetu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður þegar Bologna vann öruggan sigur á Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Musa Barrow skoraði tvennu í fyrri hálfleik og Riccardo Orsolini rak síðasta smiðshöggið í 3-0 sigri Bologna.

Hinn 19 ára gamli Andri Fannar hefur komið við sögu í fjórum deildarleikjum á tímabilinu en síðast spilaði hann í jafntefli gegn Atalanta þann 23. desember.

Bologna er í 13. sæti deildarinnar með 23 stig en Parma er í fallsæti með 13 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Lazio vann þá nauman sigur á Cagliari þar sem Ciro Immobile skoraði eina mark leiksins. Immobile er næst markahæstur í deildinni ásamt Zlatan Ibrahimovic og Romelu Lukaku. Allir eru þeir með 14 mörk.

Lazio er með 40 stig í fimmta sæti eftir þennan sigur. Cagliari er í 18. sæti sem er fallsæti.

Parma 0 - 3 Bologna
0-1 Musa Barrow ('15 )
0-2 Musa Barrow ('33 )
0-3 Riccardo Orsolini ('90 )

Lazio 1 - 0 Cagliari
1-0 Ciro Immobile ('61 )

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Zlatan með tvö er Milan fór á toppinn
Athugasemdir
banner
banner
banner