Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 07. febrúar 2021 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Rudiger sendi boltann í eigið net
Þýski varnarmaðurinn Antonio Rudiger skoraði skrautlegt sjálfsmark þegar Chelsea vann 2-1 útisigur á Sheffield United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea tók forystuna í leiknum undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Mason Mount. Snemma í seinni hálfleiknum jafnaði Sheffield United metin þegar Rudiger setti boltann í eigið net.

Það var einhver misskilningur á milli Rudiger og Edouard Mendy, markvarðar Chelsea. Rudiger ætlaði að senda til baka en Mendy kom á móti og boltinn endaði í netinu.

Sem betur fer fyrir Rudiger þá fékk Chelsea vítaspyrnu stuttu síðar sem Jorginho skoraði úr. Það reyndist sigurmarkið í leiknum.

Með því að smella hérna má sjá sjálfsmarkið.
Athugasemdir
banner