Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 07. febrúar 2023 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keppinautar munu krefjast þess að Man City verði vísað úr deildinni
City fagnar marki á tímabilinu.
City fagnar marki á tímabilinu.
Mynd: EPA
Keppinautar Manchester City í ensku úrvalsdeildinni eru á þeirri skoðun að félagið eigi að falla úr deildinni ef það verður sannað að það hafi brotið fjármálareglur.

Enska úrvalsdeildin hefur ákært City fyrir brot á fjárhagsreglum 2009-2018. Sjálfstæð nefnd skoðar málið.

Ásakanirnar á hendur ríkjandi Englandsmeisturum tengjast fjárhagsupplýsingum varðandi tekjur, upplýsingar um laun stjóra og leikmanna, reglugerðir UEFA, arðsemi og sjálfbærni.

Ýmsar refsingar koma til greina ef sekt sannast á Manchester City. Þar á meðal er stigafrádráttur og möguleg brottvísun úr deildinni. Enska götublaðið The Sun fjallar um það að keppinautar City í ensku deildinni muni krefjast þess að félagið fái hörðustu mögulegu refsinguna ef það verður dæmt sekt í málinu - þá að félagið verði dæmt úr deildinni.

Vitnað er í ónefndan yfirmann hjá öðru félagi í deildinni sem segir: „Það verður þá að vera alvöru refsing. Sú eina sem myndi henta er brottvísun úr deildinni. Við erum að tala um misferli sem spannar áratug."

Sjá einnig:
Getur ekki séð að Man City verði dæmt niður úr deildinni
Enski boltinn - Staðan hjá Liverpool mikið áhyggjuefni
Athugasemdir
banner
banner
banner