Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. febrúar 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Getur ekki séð að Man City verði dæmt niður úr deildinni
Manchester City er Englandsmeistari.
Manchester City er Englandsmeistari.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Kieran Maguire, sérfræðingur í fjármálum fótboltans, segist ekki telja að Manchester City verði dæmt niður úr ensku úrvalsdeildinni ef sekt verður sönnuð á félagið. Hann ræddi mál Manchester City við breska ríkisútvarpið.

„Það eru 100 kærur en við getum í meginþáttum dregið þær niður í þrjá flokka," segir Maguire.

Hann er þar að tala um styrktarsamninga þar sem grunur leikur á að peningarnir hafi komið frá eigendum félagsins, leynilega samninga sem ekki eru gefnir upp og ásakanir um að Manchester City hafi hindrað rannsókn á fjárhagsmálum sínum.

„Ég sé ekki hægt að réttlæta ákvörðun um dæma liðið úr deildinni nema það sannist að það hafi verið kerfisbundnar tilraunir til að rangfæra fjárhag félagsins. Til þess að það yrði raunin þyrfti að staðfesta nánast alla ákæruliðina," segir Maguire.

„Önnur félög sem hafa brotið reglur um fjárhagslega sanngirni hafa flest fengið fjársektir. Það hefur atvikast þannig að í flestum þeim tilfellum eru það félög sem fóru upp í deildakeppninni í úrvalsdeildina og enska deildakeppnin hefur ekki lögsögu yfir úrvalsdeildinni þegar kemur að stigafrádrætti."

Maguire telur að þyngsta mögulega refsing fyrir Manchester City yrði stigafrádráttur.

„Þetta er ekki að fara að skýrast á næstunni. Ef það eru yfir 100 ákærur þarf félagið að hafa tíma til að koma með 100 svör og varnir," segir Maguire.

Manchester City málið:
Enska úrvalsdeildin sakar Man City um að hafa brotið fjárhagsreglur
Stig gætu verið dregin af Man City
Býst við að langt sé í niðurstöðu í máli Man City
Man City: Hlökkum til að þetta mál verði til lykta leitt í eitt skipti fyrir öll
Fréttaskýring - Ásakanirnar á hendur Man City útskýrðar
Enski boltinn - Staðan hjá Liverpool mikið áhyggjuefni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner