Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. febrúar 2023 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Silva í bann: Þarf að bæta mína hegðun
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Marco Silva hefur verið að gera frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Fulham eftir að hann tók við sumarið 2021. Hann vann Championship deildina í fyrstu tilraun og nú er Fulham eitt af spútnik liðum tímabilsins í úrvalsdeildinni.


Nýliðarnir eru afar óvænt í efri hluta deildarinnar með 32 stig eftir 22 umferðir, aðeins sjö stigum frá Evrópusæti.

Næsti leikur Fulham er annað kvöld, á útivelli gegn Sunderland í 32-liða úrslitum FA bikarsins, en Silva verður ekki á hliðarlínunni. Hann er kominn í sjálfkrafa leikbann eftir að hafa safnað fjórum gulum spjöldum á tímabilinu.

„Þetta er skellur. Þetta er ekki gott og verður skrýtin upplifun," sagði Silva sem fékk gult spjald í síðasta leik, markalausu jafntefli gegn Chelsea.

„Á þeirri stundu sem ég fékk spjaldið hafði ég ekki gert neitt af mér en fjórði dómarinn leit á það með öðrum augum og ég verð að bera virðingu fyrir því og sætta mig við það. Þetta mun ekki breyta okkar skipulagi, við erum sem betur fer með heilt þjálfarateymi það er ekki bara ein manneskja sem sér um allt. Þetta reddast."

Silva viðurkenndi svo að hann þurfi að bæta hegðun sína á hliðarlínunni og endurtók að hann hafi ekki átt síðasta gula spjaldið skilið.

„Auðvitað þarf ég að bæta mína hegðun, þó að þetta sé stundum ósanngjarnt eins og í síðasta leik. Þetta eru fjögur gul spjöld, ekki bara eitt gult. Ég þarf að bæta þetta en það er ekki auðvelt, sérstaklega þegar maður lifir sig inn í tilfinningaþrungnar viðureignir. Það getur verið erfitt að hafa hemil á tilfinningunum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner