Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   fös 07. febrúar 2025 21:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Breki Hólm til ÍR á láni frá KA (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: ÍR
ÍR hefur fengið Breka Hólm Baldursson á láni frá KA út tímabilið.

Breki er vinstri bakvörður fæddur árið 2005. Hann hefur þegar klæðst ÍR treyjunni inn á vellinum því hann lék allan leikinn þegar liðið vann FH í Lengjubikarnum í kvöld.

Hann er uppalinn í KA en steig sín fyrstu skref í mótsleik með Hömrunum í 4. deild sumarið 2022. Hann hefur leikið tvo leiki í deild og einn í Mjólkurbikarnum með KA.

ÍR spilar í Lengjudeildinni annað árið í röð á næsta tímabili en liðið komst í umspil um sæti í Bestu deildinni í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner