Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 07. apríl 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Schmeichel: Solskjær eitt stærsta nafnið í sögu Man Utd
Solskjær og Schmeichel.
Solskjær og Schmeichel.
Mynd: Getty Images
Danska markvarðargoðsögnin Peter Schmeichel fór mikinn á Instagram Live dögunum þar sem hann svaraði nokkrum spurningum.

Hann fékk meðal annars spurningu um það hvort Ole Gunnar Solskjær eigi að vera áfram stjóri Manchester United. Schmeichel er harður á því að svo eigi að vera.

Þessi fyrrum markvörður Manchester United sagði: „Ole hefur verið stórkostlegur."

Solskjær tók við United í desember 2018 og er núna á sínu fyrsta heila tímabili með félaginu. Áður en hlé var gert á ensku úrvalsdeildinni sat United í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ásamt því að vera enn í FA-bikarnum og Evrópudeildinni.

„Vonandi sjá þeir í stjórnarherberginu og eigendurnir það sama og ég, og sjá ekki þörfina í að fá annað stórt nafn. Við erum með stórt nafn. Ole Gunnar Solskjær er eitt stærsta nafnið í sögu Manchester United og við þurfum ekki neinn annan."

Solskjær og Schmeichel voru hluti af liði Manchester United sem vann Meistaradeildina árið 1999.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner