Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. apríl 2021 19:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sverrir lék í sætum sigri - Al Arabi tapaði heima gegn botnliðinu
Sverrir Ingi
Sverrir Ingi
Mynd: Getty Images
Sverrir Ingi Ingsason var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK þegar liðið mætti AEK Aþenu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í gríska bikarnum.

Sverrir lék allan leikinn og fagnaði sætum sigri eftir leik því sigurmark PAOK kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Það var varamaðurinn Thomas Murg sem skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu, frábært mark. Murg hafði komið inn á á fyrstu mínútu uppbótartímans.

Leikurinn var í Aþenu og seinni leikur liðanna fer fram eftir hálfan mánuð.

Í Katar lék Aron Einar Gunnarsson allan tímann þegar Al Arabi lá gegn Al-Kharitiyath í deildinni.

Heimamenn í Al Arabi komust yfir á 14. mínútu en á 48. mínútu voru gestirnir í Al-Kharitiyath komnir yfir og héldu forystunni út leikinn.

Al-Kharitiyath var í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn í dag og verður ekki í deildinni að ári. Einungis ein umferð er eftir í deildinni og getur Al Arabi ekki endað ofar en í 7. sæti.

Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi, Freyr Alexandersson er aðstoðarþjálfari og þá er Bjarki Már Ólafsson í teymi liðsins.


Athugasemdir
banner
banner