Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
   mán 07. apríl 2025 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís á landsliðsæfingu.
Sveindís á landsliðsæfingu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Úr leiknum gegn Noregi síðasta föstudag.
Úr leiknum gegn Noregi síðasta föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var svolítið erfitt að sætta sig við eitt stig þarna," segir landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir um leikinn gegn Noreg sem fór fram síðasta föstudag.

„Við höfum verið að skoða klippur úr leiknum og fara yfir hann. Það er allt frekar jákvætt. Við þurfum að nýta færin sem við fáum," segir Sveindís.

„Við erum að verjast frábærlega og þær eru ekkert að spila í gegnum okkur. Það er jákvætt að við séum mjög góðar að verjast og séum líka að búa til ágætis færi."

Næsti leikur er gegn Sviss á morgun og þar ætla stelpurnar okkar að taka þrjú stig.

„Síðasti leikur gegn þeim var ekki frábær. Ég held að 0-0 hafi verið sanngjörn úrslit í lokin. Mér finnst við eiga gera betur gegn Sviss. Mér finnst við vera með betra lið og betri leikmenn. Við þurfum að halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel á föstudaginn og klára færin sem við erum að búa til."

Spennt fyrir ensku deildinni
Sveindís var líka spurður út í stöðu sína hjá Wolfsburg í Þýskalandi í viðtalinu. Hún hefur ekki verið að byrja alla leiki og er ekki sátt með það. Samningur hennar hjá félaginu rennur út í sumar.

„Akkúrat núna líður mér ekkert frábærlega. Ég vil auðvitað spila alla leiki. Hef alltaf verið að koma inn á og byrja einn og einn leik. Ég hef ekki fengið að byrja eins oft og ég vil. Við erum með fínt lið en mér finnst ég eigi að byrja," segir Sveindís.

Þjálfarinn steig frá borði á dögunum og spurning hvort þetta breytist eitthvað í lok tímabilsins.

„Ég veit ekki hvort þetta breytist eitthvað í lokin þar sem þjálfarinn er farinn. Það eru síðustu leikirnir eftir og svo sér hvar maður endar eftir það."

Það er spurning hvort Sveindís muni skipta um félag í sumar. Það er áhugi á henni og meðal annars heyrast sögur um að Manchester United, eitt stærsta félag Englands, vilji fá hana.

„Ég held að það séu mörg lönd möguleikar. Ég er spennt fyrir ensku deildinni en maður veit aldrei hvar maður endar, hvort maður haldi áfram í Wolfsburg eða fari eitthvert annað."

Það hefur eitthvað heyrst um fund með Manchester United. Er eitthvað til í því?

„Hver var að segja það? Það eru einhver félög sem hafa áhuga. Ég ætla ekki að fara að nefna neitt. Það er eitthvað í gangi, en ekki neitt komið langt. Maður verður að skoða vel í kringum sig og velja vonandi rétt," sagði Sveindís.

Vonandi náum við að fylla stúkuna
Leikurinn gegn Sviss á morgun fer fram klukkan 16:45 á Þróttaravelli í Laugardal.

„Það skiptir okkur miklu máli að fylla stúkuna og sérstaklega þegar hún er svona lítil vill maður að það sé allt fullt í stúkunni. Það myndast góð stemning ef stúkan er full."

„Vonandi náum við að fylla hana," sagði Sveindís að lokum en allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir