Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. júní 2021 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hvort hann átti að vera hluti af vegferðinni, það er stærri spurning"
Icelandair
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA, hefur komið sterkur inn í A-landsliðshópinn. Hann er búinn að spila fyrstu tvo A-landsleiki sína gegn Mexíkó og Færeyjum og staðið sig vel.

Það hefur umræða myndast um það að Brynjar hafi ekki verið í U21 landsliðshópnum á EM í mars, en komið svo beint inn í A-landsliðið núna og staðið sig vel. Rætt var um þetta í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

Tómas Þór Þórðarson segir það skiljanlegt að Brynjar hafi ekki verið í U21 landsliðinu á EM.

„Það er töff að sjá hann í landsliðstreyjunni, hann ber sig vel í KSÍ treyjunni," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum.

„Maður er alltaf að heyra og sjá á Twitter: 'Hvernig gat hann ekki verið í U21 landsliðshópnum og núna er hann kominn í A-landsliðið'. Maður sér að það er mikil umræða um það að það er áhugavert að hann hafi ekki verið á U21 lokamótinu," sagði Tómas Þór.

„Þetta er samt ekki svo skrýtið. Eina manninum sem fannst þetta verulega skrýtið var Sævari Péturssyni (framkvæmdastjóri KA). Hann setti allt á rautt, hann náði sér í fullan stakk af peningum og setti á Brynjar Inga. Hann horfði á eftir honum sem topp fjórum leikmanni Íslandsmótsins til þessa og í byrjunarlið A-landsliðsins. Að því sögðu þá hafði Brynjar Ingi ekki tekið neinn þátt í vegferð U21 landsliðsins að stórmótinu."

„Það voru Ísak Óli, Róbert Orri... á endanum var ekkert mál að segja þetta því þeir gátu ekki neitt, enginn af þeim - þeir voru allir lélegir. Við vorum lélegir á þessu móti og þá var auðvelt að benda á: 'Af hverju tókum við ekki þennan'. Hvort hann átti að vera hluti af vegferðinni, það er stærri spurning."

„Það var ekki byrjað að spila fótbolta hérna. Ef U21 mótið væri að fara fram núna - það væri sumarmót - þá væri Brynjar Ingi ekki bara í hópnum, hann væri fyrsti maður á blað miðað við hvernig hann er að spila, alla vega í vörninni. Þetta er ekkert skrýtið miðað við tímapunkt á leikjunum í mars. Núna er hann kominn í A-landsliðið og það er bara flott," sagði Tómas en hægt er að hlusta á allann útvarpsþáttinn hér að neðan.

Líklegt er að Brynjar verði í byrjunarliðinu gegn Póllandi á morgun.

Sjá einnig:
Brynjar ekki komið á óvart - Arnar ætlar að ræða við Ragga
EM alls staðar - Upphitunarþáttur fyrir fótboltaveisluna
Athugasemdir
banner
banner