Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Sjeik Jassim gerir fimmta og síðasta tilboð sitt í Man Utd
Mynd: Getty Images
Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani hefur gert fimmta tilboð sitt í Manchester United og gefur frest fram á föstudag til frekari viðræðna. Þetta mun vera hans síðasta tilboð.

Söluferli United hefur tekið lengri tíma en stuðningsmenn félagsins vonuðust eftir en Rain Group bankinn sér um söluna fyrir hönd Glazer fjölskyldunnar.

Daily Mail segir að Jassim hafi tilkynnt að hann sé til í viðræður um tilboð sitt þar til á föstudag. Eftir það muni tilboðið standa en ekki verði frekari viðræður.

Hann vill reyna að eignast félagið sem fyrst, svo hann geti lagt fram umtalsverða upphæð fyrir Erik ten Hag til að nota í leikmannakaup í sumar.

Settur var lokadagur fyrir tilboð í félagið þann 28. apríl en síðan hefur lítið frést. Sjeik Jassim og Sir Jim Ratcliffe hafa gert tilboð og þá hafa verið sögusagnir um að innan Glazer fjölskyldunnar séu aðilar ekki sammála því hvernig standa eigi að sölunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner