Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   fös 07. júní 2024 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Baulað á enska liðið - Ísland gerir sitt besta til að skemma kveðjupartýið
Icelandair
Ísland fagnar marki sínu.
Ísland fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búið að flauta til hálfleiks á Wembley þar sem England og Ísland eigast við. Þetta er síðasti æfingaleikur Englendinga fyrir EM og hér átti að halda eitt stórt kveðjupartý áður en liðið færi til Þýskalands.

Annað hefur komið á daginn. Ísland er 1-0 yfir í hálfleik og stuðningsmenn Englands bauluðu á sína menn þegar þeir gengu inn til búningsklefa.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Stemningin á vellinum hefur alls ekki verið góð eftir að Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eftir stórkostlega sókn. Stuðningsmenn Englands hafa kastað skutlum inn á völlinn, og þeir hafa kvartað og kveinað.

Ef Ísland nær að halda út í 45 mínútur í viðbót, þá er liðið heldur betur að vinna magnaðan sigur. En við sjáum til.

Hægt er að fylgjast með stöðu mála í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner