Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrsta konan til að þjálfa þýskt karlalið
Mynd: EPA

Sabrina Wittmann hefur verið ráðin þjálfari Ingolstadt í þriðju efstu deild í Þýskalandi. Hún er fyrsta konan til að þjálfa lið í þremur efstu deildunum í Þýskalandi.


Hún þjálfaði liðið í síðustu fjórum leikjunum á síðustu leiktíð sem bráðabirgðaþjálfari en hún var ráðin til lengri tíma í gær. Liðið var ósigrað í þessum fjórum leikjum, tveir sigrar og tvö jafntefli.

Þá tryggði liðið sér sigur í bikarkeppni sem gaf liðinu þátttökurétt í þýska bikarnum á næstu leiktíð.

Marie-Louise Eta var fyrsta konan til að starfa í efstu deild í Þýskalandi þegar hún var ráðin aðstoðarþjálfari hjá Union Berlin í nóvember síðastliðnum.


Athugasemdir
banner
banner