Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fös 07. júní 2024 23:20
Brynjar Ingi Erluson
Southgate skilur viðbrögð stuðningsmanna: Spiluðum ekki nógu vel til að halda þeim spenntum
Icelandair
Gareth Southgate á hliðarlínunni í kvöld
Gareth Southgate á hliðarlínunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var vonsvikinn með 1-0 tapið gegn Íslandi á Wembley í kvöld, en segist hafa lært margt.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Enska liðið var ekki upp á sitt allra besta í kvöld og tókst íslenska liðinu að halda vel í boltann gegn mörgum af sterkustu leikmönnum Evrópu.

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina markið í leiknum en mörk Íslands hefðu hæglega getað orðið fleiri. Englendingar fengu vissulega sín færi en nýttu ekki.

Á meðan leik stóð og eftir bauluðu stuðningsmenn á enska liðið og eru það viðbrögð sem Southgate skilur vel.

„Ég skil þetta fullkomlega. Við spiluðum ekki nógu vel til að halda þeim spenntum yfir leiknum.“

„Við fengum nokkur mjög góð færi sem við venjulega myndum klára og hefði breytt leiknum og sömuleiðis haft áhrif á sjálfstraust andstæðingsins, en gæti líka hafa afhjúpað galla sem voru greinilegir í kvöld.“

„Ég lærði margt en ég hef engar áhyggjur af viðbrögðum stuðningsmanna. Það að hafa þá hér hefur auðvitað svakaleg áhrif en þú verður að gefa þeim spennu fyrir framan makrið. Þú verður að spila nógu vel, pressa og vinna boltann af ákefð til að halda þeim með þér á meðan leik stendur. Það gerðum við ekki í kvöld þannig við verðum að sætta okkur við viðbrögðin.“


Southgate taldi það gott fyrir enska liðið að fá þennan óvænta skell rétt fyrir Evrópumótið og að liðið verði klárt fyrir fyrsta leik mótsins gegn Serbíu.

„Við verðum klárir. Kvöldið fór ekki eins og við höfðum vonað, en ég sagði við leikmennina að allir dagar færu ekki eins og maður vill að þeir fari. Kvöldið var bara einn af þessum dögum.“

„Það fór ekki allt úrskeiðis. Við fengum nóg af færum til að vinna leikinn, en fengum líka of mörg færi á okkur,“ sagði Southgate.

John Stones þurfti að fara af velli í hálfleik en Southgate segir að það hafi verið fyrirbyggjandi og að varnarmaðurinn sé ekki að glíma við neitt alvarlegt.

„Við teljum hann í lagi en vildum ekki taka sénsa svona svona miðað við það sem er á döfinni,“ sagði þjálfarinn í lokin.
Athugasemdir
banner
banner