Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Tóku fyrir sex leikmenn Íslands í leikskránni
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leikskrá sem Englendingar gáfu út fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi í kvöld eru sex leikmenn íslenska liðsins sérstaklega teknir fyrir. „Leikmenn til að fylgjast með," er titillinn.

Í leikskránni eru þessir nefndir:

1. Öruggar hendur: Hákon Rafn Valdimarsson
2. Hr. áreiðanlegur: Sverrir Ingi Ingason
3. Keyrir fram á við: Arnor Ingvi Traustason
4. Sá vitri: Jóhann Berg Guðmundsson
5. Sóknarhættan: Arnór Sigurðsson
6. Frægur faðir: Andri Lucas Guðjohnsen

Er stuðningsmönnum enska liðsins þar bent sérstaklega á að hafa augun á þessum leikmönnum í íslenska liðinu en fimm af þeim byrja. Arnór Sigurðsson er á bekknum en hann er að stíga upp úr meiðslum.

Í þessari skemmtilegu leikskrá má líka finna viðtal við landsliðsþjálfarann Age Hareide sem spilaði á Englandi sem leikmaður og við fyrrum landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson. Ræðir hann um feril sinn með Íslandi og um það sem hann er að gera utan vallar, en hann starfar sem leikstjóri.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 og er í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner