Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   fim 07. júlí 2022 10:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Gunnhildur fékk gæsahúð: Sýnir hversu langt kvennafótbolti er kominn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenska kvennalandsliðið er mætt til Englands, nánar tiltekið til Crewe þar sem liðið er með aðsetur og æfir á meðan það tekur þátt í Evrópumótinu.

Fyrsta æfing liðsins var í dag og fyrir æfingu ræddu fjórir leikmenn liðsins við fjölmiðla. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var ein þeirra.

„Ferðalagið frá Þýskalandi gekk bara mjög vel, við vorum allar mjög spenntar að koma okkur til Englands, vissum að fyrsti leikurinn var í gær. Það var gott að koma, geta horft á hann og byrjað að byggja sig upp fyrir okkar fyrsta leik."

England mætti Austurríki í opnunarleik mótsins í gær og var spilað á troðfullum Old Trafford, heimavelli karlaliðs Manchester United, og áhorfendamet á EM slegið með stæl.

„Það var gæsahúð og sýnir hversu langt kvennafótbolti er kominn. Ég held að fólk heima vilji ekki missa af þessu móti."

Ísland spilar á heimavelli kvennaliðs Manchester City í fyrstu tveimur leikjum sínum og verða á bilinu 4000-5000 manns í stúkunni þegar Ísland mætir Belgíu og Ítalíu. Eru vonbrigði að vita til þess eftir að hafa séð fullan Old Trafford í gær?

„Nei, við höfum vitað af þessu lengi. Þetta voru kannski fyrst vonbrigði og maður bjóst við því að fleira fólk gæti mætt en það er bara áfram gakk. Við ætlum bara að einbeita okkur að okkur og á meðan það er pláss fyrir fjölskylduna mína þá er ég sátt."

„Fjölskyldan ætlar að koma, nokkrar vinkonur og svo kemur maki minn á síðasta leikinn. Það er frábært."


Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik á sunnudag.

„Mér líst bara vel á mótið, ég held að við séum vel stemmdar, held að það sé gott jafnvægi í hópnum; góð blanda af stressi, spennu og við erum hungraðar. Við erum búnar að bíða eftir þessu lengi. Við ætlum bara að taka einn dag og einn leik í einu," sagði Gunnhildur.
Athugasemdir
banner