Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 07. júlí 2022 10:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Gunnhildur fékk gæsahúð: Sýnir hversu langt kvennafótbolti er kominn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenska kvennalandsliðið er mætt til Englands, nánar tiltekið til Crewe þar sem liðið er með aðsetur og æfir á meðan það tekur þátt í Evrópumótinu.

Fyrsta æfing liðsins var í dag og fyrir æfingu ræddu fjórir leikmenn liðsins við fjölmiðla. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var ein þeirra.

„Ferðalagið frá Þýskalandi gekk bara mjög vel, við vorum allar mjög spenntar að koma okkur til Englands, vissum að fyrsti leikurinn var í gær. Það var gott að koma, geta horft á hann og byrjað að byggja sig upp fyrir okkar fyrsta leik."

England mætti Austurríki í opnunarleik mótsins í gær og var spilað á troðfullum Old Trafford, heimavelli karlaliðs Manchester United, og áhorfendamet á EM slegið með stæl.

„Það var gæsahúð og sýnir hversu langt kvennafótbolti er kominn. Ég held að fólk heima vilji ekki missa af þessu móti."

Ísland spilar á heimavelli kvennaliðs Manchester City í fyrstu tveimur leikjum sínum og verða á bilinu 4000-5000 manns í stúkunni þegar Ísland mætir Belgíu og Ítalíu. Eru vonbrigði að vita til þess eftir að hafa séð fullan Old Trafford í gær?

„Nei, við höfum vitað af þessu lengi. Þetta voru kannski fyrst vonbrigði og maður bjóst við því að fleira fólk gæti mætt en það er bara áfram gakk. Við ætlum bara að einbeita okkur að okkur og á meðan það er pláss fyrir fjölskylduna mína þá er ég sátt."

„Fjölskyldan ætlar að koma, nokkrar vinkonur og svo kemur maki minn á síðasta leikinn. Það er frábært."


Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik á sunnudag.

„Mér líst bara vel á mótið, ég held að við séum vel stemmdar, held að það sé gott jafnvægi í hópnum; góð blanda af stressi, spennu og við erum hungraðar. Við erum búnar að bíða eftir þessu lengi. Við ætlum bara að taka einn dag og einn leik í einu," sagði Gunnhildur.
Athugasemdir
banner
banner