Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fim 07. júlí 2022 10:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Gunnhildur fékk gæsahúð: Sýnir hversu langt kvennafótbolti er kominn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenska kvennalandsliðið er mætt til Englands, nánar tiltekið til Crewe þar sem liðið er með aðsetur og æfir á meðan það tekur þátt í Evrópumótinu.

Fyrsta æfing liðsins var í dag og fyrir æfingu ræddu fjórir leikmenn liðsins við fjölmiðla. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var ein þeirra.

„Ferðalagið frá Þýskalandi gekk bara mjög vel, við vorum allar mjög spenntar að koma okkur til Englands, vissum að fyrsti leikurinn var í gær. Það var gott að koma, geta horft á hann og byrjað að byggja sig upp fyrir okkar fyrsta leik."

England mætti Austurríki í opnunarleik mótsins í gær og var spilað á troðfullum Old Trafford, heimavelli karlaliðs Manchester United, og áhorfendamet á EM slegið með stæl.

„Það var gæsahúð og sýnir hversu langt kvennafótbolti er kominn. Ég held að fólk heima vilji ekki missa af þessu móti."

Ísland spilar á heimavelli kvennaliðs Manchester City í fyrstu tveimur leikjum sínum og verða á bilinu 4000-5000 manns í stúkunni þegar Ísland mætir Belgíu og Ítalíu. Eru vonbrigði að vita til þess eftir að hafa séð fullan Old Trafford í gær?

„Nei, við höfum vitað af þessu lengi. Þetta voru kannski fyrst vonbrigði og maður bjóst við því að fleira fólk gæti mætt en það er bara áfram gakk. Við ætlum bara að einbeita okkur að okkur og á meðan það er pláss fyrir fjölskylduna mína þá er ég sátt."

„Fjölskyldan ætlar að koma, nokkrar vinkonur og svo kemur maki minn á síðasta leikinn. Það er frábært."


Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik á sunnudag.

„Mér líst bara vel á mótið, ég held að við séum vel stemmdar, held að það sé gott jafnvægi í hópnum; góð blanda af stressi, spennu og við erum hungraðar. Við erum búnar að bíða eftir þessu lengi. Við ætlum bara að taka einn dag og einn leik í einu," sagði Gunnhildur.
Athugasemdir