Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   fim 07. júlí 2022 10:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Gunnhildur fékk gæsahúð: Sýnir hversu langt kvennafótbolti er kominn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenska kvennalandsliðið er mætt til Englands, nánar tiltekið til Crewe þar sem liðið er með aðsetur og æfir á meðan það tekur þátt í Evrópumótinu.

Fyrsta æfing liðsins var í dag og fyrir æfingu ræddu fjórir leikmenn liðsins við fjölmiðla. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var ein þeirra.

„Ferðalagið frá Þýskalandi gekk bara mjög vel, við vorum allar mjög spenntar að koma okkur til Englands, vissum að fyrsti leikurinn var í gær. Það var gott að koma, geta horft á hann og byrjað að byggja sig upp fyrir okkar fyrsta leik."

England mætti Austurríki í opnunarleik mótsins í gær og var spilað á troðfullum Old Trafford, heimavelli karlaliðs Manchester United, og áhorfendamet á EM slegið með stæl.

„Það var gæsahúð og sýnir hversu langt kvennafótbolti er kominn. Ég held að fólk heima vilji ekki missa af þessu móti."

Ísland spilar á heimavelli kvennaliðs Manchester City í fyrstu tveimur leikjum sínum og verða á bilinu 4000-5000 manns í stúkunni þegar Ísland mætir Belgíu og Ítalíu. Eru vonbrigði að vita til þess eftir að hafa séð fullan Old Trafford í gær?

„Nei, við höfum vitað af þessu lengi. Þetta voru kannski fyrst vonbrigði og maður bjóst við því að fleira fólk gæti mætt en það er bara áfram gakk. Við ætlum bara að einbeita okkur að okkur og á meðan það er pláss fyrir fjölskylduna mína þá er ég sátt."

„Fjölskyldan ætlar að koma, nokkrar vinkonur og svo kemur maki minn á síðasta leikinn. Það er frábært."


Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik á sunnudag.

„Mér líst bara vel á mótið, ég held að við séum vel stemmdar, held að það sé gott jafnvægi í hópnum; góð blanda af stressi, spennu og við erum hungraðar. Við erum búnar að bíða eftir þessu lengi. Við ætlum bara að taka einn dag og einn leik í einu," sagði Gunnhildur.
Athugasemdir
banner