Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. júlí 2022 15:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar Ari með afar laglegt mark í fyrsta leik nýja þjálfarans
Mynd: KSÍ
Viðar Ari Jónsson gekk í raðir ungverska liðsins Honved í upphafi árs og tók þátt í sjö leikjum með liðinu seinni hluta ungverska liðsins. Viðar kom frá norska félaginu Sandefjord þar sem hann átti frábært tímabil - var á meðal markahæstu manna í efstu deild í Noregi.

Margir muna eftir Viðari sem bakverði hér á Íslandi með bæði Fjölni og FH. Hann hefur fært sig ofar á vellinum og spilar nú á kantinum.

Hann sýndi sparihliðarnar í gær í æfingaleik með Honved sem undirbýr sig fyrir komandi tímabil í Ungverjalandi. Liðið er í æfingaferð og var fyrsti leikur undirbúningstímabilsins gegn slóvenska liðinu Nafta.

Viðar Ari lék allan leikinn í 4-0 sigri og skoraði lokamark liðsins á 85. mínútu. Hann skoraði með laglegu vinstri fótar skoti rétt fyrir utan D-bogann á vítateig Nafta. Tekið skal fram að Viðar Ari er réttfættur. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan, þegar um tvær mínútur eru búnar af myndbandinu.

Tam Courts tók við þjálfun Honved í síðasta mánuði og var leikurinn í gær fyrsti leikurinn undir hans stjórn. Courts er fertugur Skoti og þjálfaði áður Dundee United í Skotlandi.

Viðar er 28 ára gamall og er uppalinn í Fjölni. Hann fór í atvinnumennsku erlendis árið 2017 þegar Brann keypti hann til Noregs.


Athugasemdir
banner
banner