Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona kaupir ungan Brasilíumann (Staðfest)
Gustavo Maia er farinn til Barcelona
Gustavo Maia er farinn til Barcelona
Mynd: Heimasíða Sao Paulo
Spænska félagið Barcelona hefur gengið frá kaupum á brasilíska undrabarninu Gustavo Maia en hann kemur frá Sao Paulo fyrir 4,5 milljónir evra.

Maia er 19 ára gamall sóknarmaður en hann gekk til liðs við Sao Paulo þegar hann var aðeins 14 ára gamall.

Hann hefur staðið sig gríðarlega vel með unglingaliðum Sao Paulo auk þess sem hann hefur leikið fyrir yngri landslið Brasilíu en hann hefur nú gengið frá samningnum við Barcelona.

Barcelona kaupir hann á 4,5 milljónir evra og gerir hann samning til ársins 2025.

Barcelona kom fyrir klásúlu í samningnum en riftunarákvæðið er 300 milljónir evra. Maia mun spila með B-liði Barcelona á komandi leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner