fös 07. ágúst 2020 15:41
Magnús Már Einarsson
Staða íslensku félaganna í Evrópukeppnunum áhyggjuefni
KR og Víkingur eru bæði á leið í Evrópukeppni.
KR og Víkingur eru bæði á leið í Evrópukeppni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Staða Evrópuliðanna er áhyggjuefni. Við höfum áhyggjur af því að þau eiga leiki í ágúst mánuði og staðan er ekki alveg ljós," segir Valgeir Sigurðsson, formaður mótanefndar KSÍ.

Dregið verður í fyrstu umferðir í Meistara og Evrópudeildinni á morgun og sunnudag. KR hefur leik í Meistaradeildinni 18 eða 19. ágúst og Breiðablik, FH og Víkingur R. í Evrópudeildinni í lok mánaðarins.

„Það eru mjög miklir hagsmunir undir í íslenskri knattspyrnu. Jafnvel þó að tíðin sé erfið held ég að við verðum að horfa með hvaða hætti er að hætta að leggja þessum félögum lið. Að mínu mati yrði mikið áfall fyrir íslenska knattspyrnu og íþróttalífið ef þeirra þátttöku yrði með einhverjum hætti raskað," sagði Valgeir.

Ekki verður leikið heima og að heiman í Evrópukeppnum að þessu sinni vegna kórónuveirunnar heldur verður dregið um hvaða lið fær heimaleik. Í dag er bannað að spila fótboltaleiki á Íslandi og það gæti haft áhrif á íslensku liðin ef það bann heldur áfram út máunðinn.

„Það er mál sem kemur meðal annars inn í þetta. Knattspyrnusambandið þarf að skoða þetta. Ég vona að það séu allir viljugir til að finna leiðir í tengslum við það, hvað svo sem verður með annað í okkar mótahaldi. Ég held að næstu dagar og tíminn verði að leiða þetta aðeins í ljós," sagði Valgeir.

Hér að neðan má sjá stöðuna á styrkleikalista UEFA fyrir Evrópukeppnina sem er framundan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner