Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 07. ágúst 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Van Persie í þjálfarateymi Feyenoord
Robin van Persie.
Robin van Persie.
Mynd: Nordic Photos
Robin van Persie, fyrrum sóknarmaður Arsenal og Manchester United, hefur verið ráðinn í þjálfarateymi Feyenoord.

Van Persie er 37 ára og var í unglingastarfi Feyenoord á sínum tíma og lék með aðalliði félagsins áður en hann fór til Englands.

Hann lauk ferli sínum sem leikmaður Feyenoord undir stjórn Dick Advocaat. Hann er nú kominn í þjálfarateymi Advocaat.

Hann mun sjá um að aðstoða sóknarmenn Feyenoord

Van Persie spilaði 102 landsleiki fyrir Holland og skoraði 35 mörk í 98 hollenskum úrvalsdeildarleikjum fyrir Feyenoord.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner