Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   mið 07. ágúst 2024 18:00
Sölvi Haraldsson
Hummels í West Ham? - Zouma á förum
Hummels er orðaður við komu í ensku úrvalsdeildina.
Hummels er orðaður við komu í ensku úrvalsdeildina.
Mynd: EPA
Það hefur verið nóg að gera hjá West Ham í sumarglugganum. Leikmenn eins og Summerville, Guido Rodriguez og Fullkrug hafa skrifað undir hjá austur Lundúnaliðinu.

Kurt Zouma hefur nýverið orðaður frá West Ham. Talið er að hann endi í liði í Dubai eða Sádí Arabíu. Dubai liðið Shabab Al-Ahli hefur sýnt honum mikinn áhuga og líklegt er að hann endi þar ef hann yfirgefur West Ham.

West Ham eru strax byrjaðir að skoða arftaka Zouma skyldi hann fara en þar er Mats Hummels mjög ofarlega á óskalistanum. Mats Hummels er án félags en hann yfirgaf Dortmund eftir seinustu leiktíð þar sem hann lenti í hörku rifrildri við Terdic, stjóra Dortmund í fyrra.

Líkt og greint var frá í gær hefur Hummels einnig verið orðaður við Brighton. En eins og sagt var hér áður er hann án félags og myndi þá fara á frjálsri sölu. Líklegt er að þýski hafsentinn endi í ensku úrvalsdeildinni.

Max Kilman hefur þá einnig verið orðaður við West Ham og ekki ósennilegt að við sjáum bæði hann og Hummels ganga í raðir West Ham United.

Zouma á eitt ár eftir af samningnum sínum en menn eru byrjaðir að undirbúa brotthvarf hans.


Athugasemdir
banner
banner
banner