Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
banner
   mið 07. ágúst 2024 21:30
Sölvi Haraldsson
Jón Þór: Langar gjarnan að sjá þau aftur
Jón Þór, þjálfari ÍA.
Jón Þór, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var hörkuleikur og ótrúlegt að þetta hafi verið markalaus leikur.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 0-0 jafntefli við Vestra á Ísafirði í dag.


Lestu um leikinn: Vestri 0 -  0 ÍA

Jón er ekki sáttur að fara heim aðeins með eitt stig í dag.

Ég er drullufúll að fara ekki með fleiri stig heim héðan. Við hefðum getað tapað þessum leik í restina en fram að því leið okkur þannig að við værum með algjöra stjórn á því sem við vorum að gera.“ sagði Jón og ræddi svo mörkin sem voru tekin af þeim í dag.

Ég myndi gjarnan vilja sjá þessi tvö mörk sem voru dæmd af okkur aftur. Hvort að skotið hjá Steinari hafi verið inni í fyrri hálfleik og svo markið sem við skorum í seinni hálfleik, hann dæmir hendi á það. Ég get engan veginn dæmt það en langar gjarnan að sjá það aftur.

Árni Marinó varði mjög vel í seinni hálfleiknum en Jón Þór var spurður hvort hann fengi koss á kinn eftir frammistöðuna hans í dag.

Nei það er hans hlutverk og hann gerði það bara vel, frábærlega gert.

Jón Þór þjálfaði einu sinni Vestraliðið en hann var spurður hvort það hafi verið blendnar tilfinningar að mæta sínum gömlu félögum í dag.

„Það er bara gaman. Frábært fólk hérna og frábært umhverfi hérna. Við erum búnir að vera hérna síðan í gær og ég átti frábæran tíma hérna. Það er mjög skemmtilegt að koma hingað, frábær völlur og frábært fólk í kringum klúbbinn. Bara skemmtilegt.“ sagði Jón Þór.

Viðtalið við Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner