Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 07. september 2020 15:45
Magnús Már Einarsson
Síðasta tímabil Harry Kane hjá Tottenham?
Hjálmar Örn Jóhannsson og Ingimar Helgi Finnsson, stuðningsmenn Tottenham, óttast að Harry Kane sé að fara inn í sitt síðasta tímabil með liðinu.

„Hann hefur talað um að hann sé 27 ára og að áður en hann viti af sé hann orðinn 32-33 ára. Ég held að þetta sé í alvörunni mögulega síðasta tímabil Harry Kane hjá Tottenham," sagði Ingimar í upphitunarþætti fyrir enska boltann á Fótbolta.net í dag.

Hjammi sagði: „Þetta er mögulega síðasta tímabilið ef ekkert gerist. Ef þetta er 5-6. sæti og við dettum út úr öllum keppnum. Ef við náum Meistaradeildarsæti og einum bikar þá verður hann áfram. Þetta er gríðarlega mikilvægt tímabil."

Í hlaðvarpinu var einnig rætt um framherjakaup hjá Tottenham en Ingmar og Hjammi vilja fá mann sem varamann fyrir Kane. Troy Deeney, framherji Watford, var nefndur í því samhengi.

„Ég myndi elska að fá Troy Deeney. Hann væri alveg til í að vera á bekknum og koma inn á," sagði Hjammi.
Enski boltinn - Tottenham menn hafa trú á Mourinho
Athugasemdir
banner