Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. september 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterkastur í 20. umferð - Álitin vandræðastaðan en alls ekki verið það
Viktor Freyr Sigurðsson (Leiknir)
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, er Sterkasti leikmaður 20. umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar. Valið var opinberað í Innkastinu þar sem umferðin var gerð upp.

Viktor hélt marki Leiknis hreinu þegar liðið fékk FH í heimsókn í fallbaráttuslag. FH hafði brennt af einu víti þegar komið var fram í uppbótartíma. Þá fékk liðið annað víti en Viktor sá við Birni Daníel Sverrissyni og sá til þess að Leiknir færi með eitt stig úr leiknum.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 20. umferðar

Viktor varði auk þess fimm önnur skot í leiknum. „Viktor Freyr var flottur á milli stanganna í dag, kýldi hverja hornspyrnuna á fætur annarri í burtu, varði vel það sem verja þurfti og þá alveg sérstaklega á 96 mínútu þegar Björn Daníel tók vítaspyrnu í lok leiksins," skrifaði Baldvin Már Borgarsson í skýrslu sína hér á Fótbolti.net eftir leikinn.

Í Innkastinu var rætt um ákvörðun Leiknis að treysta Viktori sem aðalmarkverði liðsins eftir að Guy Smit hélt til Vals eftir síðasta tímabil.

„Hann var einhvern veginn álitinn vandræðastaðan fyrir tímabil en hann hefur ekki verið það, hún hefur verið framar á vellinum. Það er nokkuð ljóst," sagði Sigurður Orri Kristjánsson.

„Hann er ungur, maður hefur séð að hann er góður að verja sem er ákveðinn grunnur sem markmaður þarf að fara. Fínn í löppunum, hellingur sem hann getur bætt en mikið til þess að byggja ofan á. Mér finnst hann mjög efnilegur markmaður," sagði Sverrir Mar Smárason.

Viktor er 22 ára og hefur verið hjá Leikni síðan 2014 þegar hann kom frá Breiðabliki.

Sjá einnig:
Innkastið - Níu eða tíu fingur og eitt stykki Beershot

Leikmenn umferðarinnar:
19. umferð - Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
18. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
17. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
16. umferð - Atli Sigurjónsson (KR)
15. umferð - Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
14. umferð - Magnús Þórðarson (Fram)
13. umferð - Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
12. umferð - Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
11. umferð - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Innkastið - Níu eða tíu fingur og eitt stykki Beershot
Athugasemdir
banner
banner