Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 07. september 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmenn Chelsea svara - „Sturluð ákvörðun"
Tuchel var látinn fara í morgun.
Tuchel var látinn fara í morgun.
Mynd: EPA
Potter er líklegastur til að taka við.
Potter er líklegastur til að taka við.
Mynd: EPA
Vill ekki fá Pochettino.
Vill ekki fá Pochettino.
Mynd: EPA
Todd Boehly ásamt Denis Zakaria og Aubameyang.
Todd Boehly ásamt Denis Zakaria og Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Hefði Roman rifið í gikkinn?
Hefði Roman rifið í gikkinn?
Mynd: Getty Images
'Það hefur ekki hjálpað að nánast allir sóknarmenn liðsins eru spila hörmulega er frá er skilinn Raheem Sterling'
'Það hefur ekki hjálpað að nánast allir sóknarmenn liðsins eru spila hörmulega er frá er skilinn Raheem Sterling'
Mynd: EPA
Fá JT26 með Potter?
Fá JT26 með Potter?
Mynd: Getty Images
Í morgun tilkynnti Chelsea að Thomas Tuchel hefði verið látinn fara sem stjóri félagsins. Tuchel var stjóri félagsins í um 20 mánuði en hann tók við í janúar í fyrra. Undir stjórn Tuchel vann liðið Meistaradeildina, evrópska Ofurbikarinn og heimsmeistarakeppni félagsliða. Þá fór liðið í tvígang í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og einu sinni í úrslitaleik deildabikasins.

Tímabilið í ár hefur ekki farið vel af stað hjá Chelsea. Liðið er með tíu stig eftir sex umferðir í ensku úrvalsdeildinni og hefur frammistaða liðsins verið áhyggjuefni í langflestum leikjanna. Í gær tapaði liðið svo gegn Dinamo Zagreb í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Fótbolti.net fékk fimm stuðningsmenn Chelsea til að svara fimm spurningum í tengslum við brottreksturinn.

1. Hvað finnst þér um þessa ákvörðun stjórnar?

2. Hvernig líður þér með hana?

3. Helduru að þetta snúi eingöngu að gengi og spilamennsku liðsins í byrjun tímabils?

4. Hvað hefur klikkað í upphafi tímabils?

5. Hver á að taka við?


Stefán Marteinn Ólafsson - Meðlimur Blákastsins og fréttaritari Fótbolti.net

1. Mér finnst hún furðuleg og sjokkerandi. Fátt sem benti til þess á þessum tímapunkti að við værum að fara skipta um mann í brúnni. Hefði haldið að Tuchel fengi tíma til að snúa þessu við og þá sérstaklega eftir þann glugga sem við áttum þar sem hann réði víst öllu og fékk að versla inn. Vonandi er eitthvað solid plan í gangi en ekki bara reka fyrst og sjá svo næst.

2. Blendnar tilfinningar. Er mikill Tuchel maður og hafði trú á því að hann gæti snúið þessu við. Sárt að sjá hann fara en það er bara eins og það er. Hann gaf okkur Evrópu- og heimsmeistaratitil svo hann verður alltaf einn af okkur.

3. Sagan segir að það fór eitthvað að súrna í sumar og menn hafi verið óvissir hvort hann gæti leitt “the new era”. Erfiður í samskiptum segja gárungar og svo er hann búinn að vera í einhverri fýlu frá því í sumar sem er aldrei gott eða vænlegt til árangurs.

4. Það sem hefur klikkað frá upphafi er sóknarleikur liðsins. Það virðast allir sóknarmenn koðna hjá Chelsea en virka svo annars staðar sem vekur ákveðnar spurningar. Liðið í upphafi móts virðist vanta alla gleði og spurning hvað sé í gangi á bakvið tjöldin. Það sem hélt þessu gangandi var gríðarlega þéttur varnarleikur sem var óþolandi að spila gegn en þegar það er farið þá er kannski lítið eftir.

5. Af þeim sem eru orðaðir þá Graham Potter. Ef ég fengi hins vegar að velja þá myndi ég vilja sjá Todd Boehly taka símtalið við Hansi Flick og reyna freista þess að sannfæra hann. Ég vill sjá lífsglaðan sóknarbolta og sjá framherja okkar skora fleiri en 5 deildarmörk per season.



Þór Jensen - Meðlimur Blákastsins
1. Óviðbúið á þessum tímapunkti, en að einhverju leyti skiljanleg ákvörðun.

2. Maður er í hálfgerðu sjokki, en spilamennskan hefur verið döpur frá desember s.l. svo maður skilur ákvörðunina, en tímasetningin er áhugaverð.

3. Að mestu leyti, en líklega hefur þetta eitthvað að gera með samskipti Tuchel og stjórnar annars vegar og leikmanna hins vegar, það hefur verið súrt andrúmsloft þarna í langan tíma.

4. Basically allt

5. Graham Potter



Guðmundur Jóhannsson - Ársmiðahafi og meðlimur Blákastsins

1. Persónulega finnst mér þetta alveg út úr kortinu ákvörðun. Sagði reyndar við afa eftir Zagreb í gær að Roman hefði sennilega rifið í gikkinn fræga.
En miðað við hvað er búið að kaupa fyrir manninn og losa Lukaku til að fá Auba inn og fl þá er þetta sturluð ákvörðun. Því miður, en á sama tíma skiljanleg af því að gengið á liðinu hefur verið skelfilegt í byrjun.


2. Persónulega líður mér ekkert sérstaklega með þetta. Ég er á sama máli og allir “alvöru” stuðningsmenn Chelsea. Ég elska Thomas Tuchel.

3. Ég held að þessi ákvörðun snúi að einhverju hluta á spilamennsku liðsins en aðallega held ég að hún sé tekin vegna þess að TT er búinn að vera eitthvað fúll og pirraður yfir leikmönnum og öðru sem er óskiljanlegt vegna þess að hann er búinn að fá allt upp í hendurnar í þessum glugga.
Roman hefði aldrei hlustað á þjálfara sem vildi fá Cucurella fyrir 60m, Fofana fyrir 70m og 33 Aubameyang upp á topp.


4. Það hefur gersamlega allt klikkað á þessu tímabili fyrir utan spilamennsku liðsins gegn Spursy. Liðið er ekki i formi og menn líta út fyrir að vita ekki hvað þeir eigi að gera inn á vellinum, sem er algjörlega á þjálfaranum.

5. Úfff.
Harry Potter er sennilega að mæta.
Myndi aldrei taka Poch. Maðurinn er ekki velkominn eftir að hafa þjálfað Tottenham.

Held að þetta sé Harry Potter og vil JT26 honum við hlið. TAKK.
Þó svo að ég sjái ekki menn eins og Thiago Silva og fleiri stóra kalla taka mark á manni með úfið hár frá Svíþjóð sem þjálfaði Brighton.
Þetta verður langt season..




Jóhann Már Helgason - Meðlimur Blákastsins og einn af sérfræðingum Dr. Football

1. Kemur gríðarlega á óvart m.v. hversu mikinn stuðning Tuchel fékk á leikmannamarkaðnum í sumar. En það hefur augljóslega ýmislegt átt sér stað á bakvið tjöldin sem mun væntanlega koma í ljós á næstu dögum.

2. Ég er mjög beggja blands, nýju eigendurnir höfðu talað um að breyta kúltúrnum hjá Chelsea og gefa þjálfurum meira traust en í tíð Romans. Ég held að Tuchel hefði náð að smíða gott lið aftur en það er bara spurning hvað það hefði tekið langan tíma og hver fórnarkostnaðurinn hefði verið.

3. Ég held að úrslitin á vellinum skipti alltaf mestu máli. En því miður hefur það verið þannig með Thomas Tuchel að hann á oft erfitt með samskipti við yfirstjórnir. Hann lenti upp á kant við bæði forráðamenn Dortmund og PSG. Þannig samskipti utan vallar, við leikmenn og stjórnendur koma eiga pottþétt sinn hlut í þessari ákvörðun.

4. Tuchel hefur ekki fundið sitt besta byrjunarlið og hefur verið að gera miklar breytingar á milli leikja. Bæði hvað taktík varðar og leikmannaval. Það hefur ekki hjálpað að nánast allir sóknarmenn liðsins eru spila hörmulega er frá er skilinn Raheem Sterling. Þegar sóknin er að spila jafn illa og raun ber vitni þar vörnin að halda og því miður hefur það heldur ekki verið að gerast. Leikur liðsins er búinn að vera mjög dapur, svo vægt sé til orða tekið.

5. Öll vötn virðast renna til Graham Potter. Ég styð þá ráðningu fullkomlega og hef alltaf verið skotinn í Brighton liðinu hans. Ef hann tekur við þá verður það hans mesta áskorun að öðlast traust þessara stóru karaktera í liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner