Lokaumferð 4. deildarinnar fer fram í dag og er öllum leikjunum lokið nema þeim síðasta, þar sem Ýmir getur hreppt annað sætið með sigri gegn Hamri í lokaleik tímabilsins.
Þremur leikjum er lokið í dag, þar sem KFS bjargaði sér frá falli niður í 5. deild með 2-2 jafntefli á útivelli gegn löngu föllnu botnliði RB.
KFS komst í tveggja marka forystu en RB náði að jafna leikinn á lokamínútunum. KFS endar því deildartímabilið með 17 stig eftir 18 umferðir og -1 í markatölu.
Skallagrímur fellur með 17 stig en -6 í markatölu.
Topplið Tindastóls hélt uppteknum hætti og vann þægilegan sigur gegn KÁ á meðan KH rúllaði yfir Kríu á Seltjarnarnesi.
RB 2 - 2 KFS
0-1 Ásgeir Elíasson ('45 , Mark úr víti)
0-2 Hallgrímur Þórðarson ('73 )
1-2 Makhtar Sangue Diop ('88 )
2-2 Makhtar Sangue Diop ('90 )
Kría 2 - 5 KH
0-1 Jón Örn Ingólfsson ('14 )
0-2 Patrik Írisarson Santos ('39 )
0-3 Hafþór Bjarki Guðmundsson ('54 )
1-3 Leonidas Baskas ('67 )
2-3 Atli Þór Jónsson ('78 )
2-4 Haukur Ásberg Hilmarsson ('86 )
2-5 Haukur Ásberg Hilmarsson ('90 )
KÁ 0 - 3 Tindastóll
0-1 Arnar Ólafsson ('22 )
0-2 Svend Emil Busk Friðriksson ('42 )
0-3 Arnar Ólafsson ('71 )
Athugasemdir