Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   lau 07. september 2024 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kane sækir innblástur til Messi og Ronaldo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harry Kane er orðinn 31 árs gamall og er staðráðinn í því að hægja ekki á sér í markaskorun þrátt fyrir hækkandi aldur.

Kane segist sækja innblástur til goðsagna á borð við Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Luka Modric sem eru enn að spila fótbolta á háu gæðastigi þrátt fyrir hækkandi aldur.

„Það var mjög erfitt að tapa þessum úrslitaleik en núna er ég enn hungraðari í titil heldur en áður, eftir að hafa komist svona nálægt því í annað sinn að sigra stórmót," sagði Kane á fréttamannafundi fyrir nágrannaslag Englands gegn Írlandi í Þjóðadeildinni sem fer fram í dag. Þar mun Lee Carsley stýra enska landsliðinu sem bráðabirgðaþjálfari og verður þetta fyrsti keppnisleikur Englands síðan liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins gegn Spáni í sumar.

„Ég fæ vonandi nokkrar tilraunir í viðbót til að sigra stórmót. Mér líður mjög vel líkamlega og ég vona að ég geti spilað á háu gæðastigi næstu árin. Leikmenn á borð við Ronaldo, Modric og Messi veita mér innblástur þegar ég horfi á þá spila enn í dag þrátt fyrir að vera orðnir rétt tæplega 40 ára gamlir.

„Ég vil spila fótbolta sem lengst og á sem hæsta gæðastigi. Ég nota þessa leikmenn mér til fyrirmyndar og vonast til að geta haldið áfram jafn lengi og þeir."

Athugasemdir
banner
banner