Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 07. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Neville: Hefðu betur byrjað með Fellaini
Gary Neville
Gary Neville
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports, segir að Manchester United hefði þurft menn á borð við Marouane Fellaini, Alexis Sanchez og Romelu Lukaku í leiknum gegn Newcastle í gær.

United tapaði 1-0 fyrir Newcastle en United er nú í tólfta sæti með aðeins 9 stig úr átta leikjum.

Neville segir að United hafi vantað meiri gæði í gær og minntist þá á þrjá leikmenn.

United losaði sig við Marouane Fellaini í janúar og þá fóru þeir Alexis Sanchez og Romelu Lukaku til Inter undir lok gluggans.

„Þegar United spilar á útivelli þá virðist liðið ekki með hugarfarið til að vinna leikina. Þeir leyfa leikjum að fjara út þó þeir eru að spila á ágætlega en það vantar meiri greddu og þurfa að vera beinskeittari."

„Gæðin eru ekki nógu mikil og breiddin á hópnum er alls ekki nóg og liðið hefur tekið skref aftur á bak. Solskjær hefði verið í betri málum í dag með Fellaini fremstan eða Lukaku og Alexis Sanchez, það er klárt,"
sagði Neville.
Athugasemdir
banner
banner