mán 07. október 2019 15:40
Magnús Már Einarsson
Steve Mandanda í marki Frakka gegn Íslandi
Lucas Hernandez gæti spilað þrátt fyrir allt
Icelandair
Steve Mandanda.
Steve Mandanda.
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, hefur staðfest að Steve Mandanda verði í markinu í leiknum gegn Íslandi á Laugardalsvelli á föstudagskvöld.

Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði Frakka, meiddist í leik Tottenham og Brighton um helgina en hann fór úr olnbogalið og verður væntanlega ekki meira með á árinu.

Mike Maignan, markvörður Lille, var kallaður inn í hópinn eftir meiðsli Lloris en auk hans eru Mandanda og Alphonse Areola hjá Real Madrid í hópnum. Mandanda mun byrja að sögn Deschamps.

„Ég sagði að Steve yrði númer tvö og við stefnum á að hann byrji leikinn gegn Íslandi," sagði Deschamps á fréttamannafundi í dag.

Mandanda er 34 ára gamall en hann hefur leikið með Marseille frá 2008 að undanskildu tímabilinu 2016/2017 þegar hann spilaði með Crystal Palace.

Deschamps staðfesti einnig á fréttamannafundi í dag að hann haldi enn í vonina að Lucas Hernandez nái leiknum á föstudag þrátt fyrir að Bayern Munchen vilji að hann dragi sig úr hópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner