Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. október 2020 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Depay reynir að fara til Barcelona í janúar
Memphis Depay
Memphis Depay
Mynd: Getty Images
Memphis Depay, leikmaður Lyon í Frakklandi, vonast til þess að ganga til liðs við Barcelona í janúar en Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, sagði frá þessu á blaðamannafundi í dag.

Depay var grátlega nálægt því að ganga í raðir Barcelona en hann hafði samið um kaup og kjör við félagið. Börsungar náðu hins vegar ekki að selja leikmenn til að eiga fyrir Depay og því varð ekkert af kaupunum.

Lyon heldur því Depay næstu mánuði en Houssam Aouar verður einnig áfram hjá Lyon.

„Ég var mjög skýr við Memphis. Ég talaði við forseta Barcelona tvisvar og hann sagði mér að það væri líklega ekki möguleiki á þessu, sagði Aulas.

„Ég veit að Koeman sagði við Memphis að hann hefði trú á þessu og Memphis var klár í verkefnið. Hann er vonsvikinn í dag, ekki gagnvart okkur heldur gagnvart Barcelona. Hann mun reyna allt sem hann getur til að komast þangað í janúar," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner