mið 07. október 2020 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Giroud um markametið: Of snemmt að ræða það
Olivier Giroud skoraði tvö mörk í 100. landsleiknum
Olivier Giroud skoraði tvö mörk í 100. landsleiknum
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Olivier Giroud var brosmildur og stoltur af afreki sínu eftir 7-1 sigurinn á Úkraínu í kvöld en hann skoraði tvö mörk og er nú næst markahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi.

Giroud er kominn með 42 mörk, einu marki meira en Michel Platini og þá er hann níu mörkum á eftir Thierry Henry sem er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.

Giroud gerði tvö lagleg mörk í leiknum og það í 100. landsleiknum en hann segir of snemmt að byrja ræða metið.

„Ég fyllist stolti. Þetta er mikill heiður og ég er ánægður með þetta afrek. Ég vissi að þetta yrði tilfinningaríkt augnablik og ég er almennt séð mjög ánægður fyrir liðið. Við vorum frábærir," sagði Giroud.

„Við verðum að setja okkur markmið en það er of snemmt að ræða metið. Við getum rætt þetta þegar ég verð kominn í 46 eða 47 mörk."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner