Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. október 2020 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Rúmenar klárir í leikinn gegn Íslandi - Ekkert smit í hópnum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn og þjálfaralið rúmenska landsliðsins fóru í skimun fyrir Covid-19 í gær en ekkert smit var greint í hópnum. Einn starfsmaður landsliðsins greindist með veiruna í Búkarest en hann var þó ekki í kringum hópinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rúmenska knattspyrnusambandinu.

Ísland og Rúmenía eigast við í undanúrslitum í umspili um sæti á Evrópumótinu á morgun en leikurinn hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli.

Starfsmaðurinn sem greindist með veiruna fór í próf í Búkarest með hópnum en var ekki í kringum hópinn.

Þá hefur knattspyrnusambandið fengið niðurstöður úr skimun sem fór fram í Orkuhúsinu og er ljóst að allir greindust neikvæðir.

Það er því allt klárt fyrir landsleikinn á morgun en sigurvegarinn mætir Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleik um sæti á EM.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner