Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. október 2022 09:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmaður lést eftir troðning á leik í Argentínu
Frá leiknum í gærkvöldi.
Frá leiknum í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images

Einn lést eftir að lögreglan neyddist að beita táragasi eftir að margir stuðningsmenn Gimnasia y Esgrima í Argentínu reyndu að troða sér inn á völlinn í gærkvöldi. Dánarorsökin er sögð hjartaáfall en skoðað er hvort seldir hafi verið of margir miðar.


Um var að ræða leik Gimnasia y Esgrima og Boca Juniors í toppslag í argentísku deildinni. Það voru aðeins 9 mínútur liðnar af leiknum þegar dómarinn ákvað að flauta leikinn af. Leikvangurinn tekur 20 þúsund áhorfendur en um 10 þúsund til viðbótar voru mættir fyrir utan.

Táragas lögreglunnar hafði ratað inn á leikvanginn. Eftir að leikmenn höfðu komið sér inn í klefa tóku stuðningsmennirnir úr stúkunni á það ráð að fara út á völl til að reyna forðast táragasið.

Það var gríðarleg spenna fyrir leiknum þar sem um mikinn toppslag var að ræða en talið er að framboð á miðum hafi verið allt of mikið.

Þetta gerist tæpri viku eftir að táragasi var beitt á leik í Indónesíu og 131 manns lést.

Sjá einnig:
Að minnsta kosti 174 látnir í troðningi í Indónesíu


Athugasemdir
banner
banner
banner