Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 07. október 2023 17:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi: Tímabilið verið dýrmæt og góð reynsla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með sigur liðsins á HK í síðasta leiknum í sumar.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 HK

„Það er gaman að enda á því að vinna. Héldum hreinu og spiluðum ágætisleik. Ég hefði viljað skora meira, hefði viljað sjá meiri gæði þegar menn voru að komast í góðar stöður," sagði Haddi.

Tveir 17 ára gamlir leikmenn voru í byrjunarlðinu í dag. Markvörðurinn Ívar Arnbro Þórhallsson og Valdimar Logi Sævarsson.

„Valdi hefur spilað með okkur mikið og er orðinn vanur því. Ívar hefur spilað í æfingaleikjum. Það er spennandi að fá að byrja og vera í markinu, það er erfið staða þegar maður er ungur pjakkur. Hann er gríðarlega efnilegur, metnaðarfullur og ótrúlega rólegur, kominn langt í hausnum," sagði Haddi.

„Ég hafði engar áhyggjur af honum. Það var ekki mikið að gera hjá honum í dag en það sem hann gerði, gerði hann vel."

Vonbrigði í deildinni en mikil ánægja með Mjólkurbikarinn og Evrópukeppnina.

„Við erum mjög ánægð með tímabilið í heild. Höltrum í deildinni en KA fer í bikarúrslit og þrjár umferðir áfram í Evrópu. Gríðarlegt álag, við spilum 53 leiki á þessu ári, eitthvað sem við höfum ekki prófað áður, dýrmæt og góð reynsla og lærdómsríkt," sagði Haddi.

Það eru nokkrir leikmenn að verða samningslausir sem Haddi vill eindregið halda hjá félaginu. Hann vill þó fara að yngja upp.

„Við munum skoða stöður og aldur á leikmönnum þegar ég veit nákvæmlega hverjir verða hjá okkur og hverjir ekki," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner
banner