Guy Smit varði vítaspyrnu Viðars Arnar Kjartanssonar í leik KA og KR í gær. Viðar fiskaði sjálfur vítaspyrnuna og fór á punktinn í fjarveru Hallgríms Mars Steingrímssonar. Viðar skaut beint á markið og hollenski markvörðurinn stóð kyrr. Niðurstaðan sú að vítaspyrnan var gripin - sem er alltaf vandræðalegt.
Staðan í leiknum var 0-2 fyrir KR á þessum tímapunkti í leiknum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var spurður út í vörsluna.
Staðan í leiknum var 0-2 fyrir KR á þessum tímapunkti í leiknum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var spurður út í vörsluna.
Lestu um leikinn: KA 0 - 4 KR
„Hann og Jamie (Brassington markmannsþjálfari) voru búnir að fara vel yfir þetta. Það var auðvitað gríðarlega mikilvægt fyrir okkur," sagði þjálfarinn.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var einnig spurður út í vítaspyrnuna. „Við fáum víti og hann ver hann, lítur ekki alveg nógu vel út þegar markmaður ákveður að standa, en hvernig sem hann klúðrar vítinu skiptir engu máli, vítið bara klúðraðist."
Langt í að næsta tímabil byrjar
KR er búið að krækja í Halldór Snæ Georgsson frá Fjölni sem kemur inn í hópinn fyrir næsta tímabil. Óskar var spurður hvort að hann væri að hugsa Halldór sem byrjunarliðsmann.
„Það verður bara að koma í ljós, það er langt þangað til að deildin á næsta ári byrjar," sagði Óskar.
Umræða í Innkastinu
25. umferð Íslandsmótsins, þriðja umferðin eftir tvískiptingu, var gerð upp í Innkastinu. Þar var rætt um vítaspyrnuna og Guy Smit.
„Ef að hann skorar úr þessu þá tala allir um hversu svalur hann er að taka beint á markið, af því markmenn hreyfa sig alltaf. En af því að Guy stendur kyrr þá lítur þetta ógeðslega illa út. Mér fannst full vel látið með að þetta væri ömurleg vítaspyrna," sagði Haraldur Örn sem er stuðningsmaður KA.
„Ég er sammála því, en ég er ekkert viss um að þetta hefði farið inn ef Guy hefði skutlað sér. Mér fannst boltinn vera á leiðinni í slána. Þetta var því hræðilegt í alla staði. Auðvitað er það þannig að þú ert svalasti maður í heimi ef þetta heppnast, en lítur lúðalega út ef þetta klikkar," sagði Valur Gunnarsson sem þjálfaði Guy hjá Leikni á sínum tíma.
„Ég ætla hrósa honum, finnst hann hafa stigið aðeins upp í þessari upprisu KR. Hann var góður á móti Vestra um daginn, var mjög flottur í þessum leik og er væntanlega að sanna sig fyrir næsta ár, sama hvar hann verður," bætti Valur við.
Samningur Guy Smit við KR rennur út eftir tímabilið. Hann hefur spilað vel að undanförnu eftir upp og ofan tímabil framan af.
Athugasemdir