banner
   mán 07. nóvember 2022 16:28
Elvar Geir Magnússon
Brasilíski hópurinn fyrir HM - Martinelli valinn en ekki Firmino
Gabriel Martinelli í leik með Brasilíu.
Gabriel Martinelli í leik með Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Firmino er ekki í hópnum en Jesus er valinn.
Firmino er ekki í hópnum en Jesus er valinn.
Mynd: Getty Images
Tite þjálfari brasilíska landsliðsins hefur valið 26 manna leikmannahóp sinn fyrir HM í Katar. Hópurinn er ógnarsterkur og Brasilía eitt af sigurstranglegustu liðum mótsins.

Serbía, Sviss og Kamerún eru með Brasilíu í G-riðli.

Hinn 39 ára gamli Dani Alves er í hópnum og er einn þriggja leikmanna sem spila í brasilísku deildinni.

Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, er valinn á kostnað Roberto Firmino, sóknarmanns Liverpool, sem er skilinn eftir heima.

Markverðir:
Alisson Becker (Liverpool)
Ederson (Manchester City)
Weverton (Palmeiras)

Varnarmenn:
Thiago Silva (Chelsea)
Marquinhos (PSG)
Danilo (Juventus)
Alex Telles (Sevilla)
Alex Sandro (Juventus)
Eder Militão (Real Madrid)
Bremer (Juventus)
Dani Alves (Nacional)

Miðjumenn:
Bruno Guimarães (Newcastle United)
Casemiro (Manchester United)
Lucas Paqueta (West Ham)
Fabinho (Liverpool)
Fred (Manchester United)
Everton Ribeiro (Flamengo)

Sóknarmenn:
Neymar (PSG)
Vinicius Junior (Real Madrid)
Antony (Manchester United)
Rodrygo (Real Madrid)
Richarlison (Tottenham)
Raphinha (Barcelona)
Gabriel Martinelli (Arsenal)
Pedro (Flamengo)
Gabriel Jesus (Arsenal)



Athugasemdir
banner
banner
banner