Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fim 07. nóvember 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðjón Ernir opinn fyrir því að fara frá Eyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Ernir Hrafnkelsson rennur út á samningi við ÍBV um miðjan mánuðinn og er samkvæmt heimildum Fótbolta.net opinn fyrir því að flytja burt frá Vestmannaeyjum en útilokar þó ekki að vera þar áfram.

Hann er 23 ára hægri bakvörður eða vængbakvörður sem kom til ÍBV frá Hetti/Hugin fyrir tímabilið 2020 og var því að klára sitt fimmta tímabil í Eyjum.

Hann hefur verið í stóru hlutverki í liði ÍBV frá komu sinni. Guðjón Ernir var einn mínútuhæsti leikmaður Bestu deildarinnar 2022 þegar hann lék 26 leiki, spilaði 20 leiki 2023 og 21 af 22 leikjum þegar ÍBV tryggði sér aftur sæti í Bestu deildinni á nýliðnu tímabili.

Alls á hann að baki 192 KSÍ leiki og í þeim hefur hann skorað sjö mörk.

Athugasemdir
banner
banner